Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2642 svör fundust

Hvað er basalt?

Basalt nefnist sú bergtegund sem Ísland er að mestu gert úr og á vorri tungu kallast blágrýti. Orðið „basalt“ er talið vera komið úr egypsku (báhún = flöguberg) en til forna fluttu Rómverjar grjót frá Grikklandi sem þeir kölluðu basaltes (= grjóthart berg). Heitið hefur þannig ekkert með efnasamsetningu basalts að...

Nánar

Er hollt eða óhollt að borða mikið af ólífum og möndlum?

Lýðheilsustöð Íslands mælir með að fólk borði grænmeti og ávexti daglega. Ennfremur er mælt með að fólk neyti fituríkra matvæla í hófi, og að það velji frekar mjúka fitu og olíur en harða fitu eins og smjör eða smjörlíki. Æskilegt þykir að fólk fái 55-60% orku sinnar úr kolvetnum, og þar af ekki meira en 10% úr vi...

Nánar

Er líf eftir dauðann?

Þessari spurningu væri í fljótu bragði hægt að svara á þann hátt að samkvæmt skilningi raunvísindanna hefur hvorki tekist að sanna né afsanna þá fullyrðingu að líf sé eftir dauðann. Og síðan mætti fjalla um það að engu að síður hafa flestar þjóðir og flest menningarsamfélög einhvers konar hugmyndir um lífið eftir ...

Nánar

Hvað er níhílisti?

Níhilisti er einstaklingur sem aðhyllist níhilisma. Nafnið er dregið af latnenska orðinu 'nihil', ekkert, og gefur til kynna að heimspekilegur níhilismi er heimspeki neitunar. Þannig neitar siðfræðilegur níhilisti því að unnt sé að réttlæta eða gagnrýna siðferðilega dóma, meðal annars á þeirri forsendu að siðferði...

Nánar

Má klippa veiðihár katta?

Veiðihár hjálpa köttum að skynja umhverfi sitt á ýmsan hátt. Í myrkri geta þau hjálpað þeim að smjúga um gróður án þess að lenda í vandræðum og rekast á fyrirstöður. Einnig veita þau kettinum mikilvægar upplýsingar um loftþrýsting og vindátt. Með því að fylgjast með veiðihárunum má einnig lesa úr skapgerð kattarin...

Nánar

Hvers konar straff eru menn settir í?

Nafnorðið straff í merkingunni ‛hegning’ og sögnin að straffa ‛refsa’ eru þekkt í málinu frá því á 16. öld. Um er að ræða tökuorð úr dönsku straf og straffe í sömu merkingu sem aftur eru fengin að láni úr miðlágþýsku straf(f) og straffen ‛ávíta, aga, refsa’. Hægt er að straffa mönnum á margvísleg...

Nánar

Hvað er stærsti gígurinn á Mars stór?

Stærsti gígur á reikistjörnunni Mars nefnist Hellas-dældin. Hann er um 2000 km í þvermál og rúmlega 7 km djúpur. Gígurinn er því næstum helmingur af stærð Bandaríkjanna! Mesta dýpi gígsins er líklega níu km undir meðalhæð yfirborðsins og hann er því lægsti staður Mars. Gígurinn liggur á suðurhveli reikistjörnu...

Nánar

Af hverju eru eyjarnar á Breiðafirði svona margar?

Breiðafjörður og Faxaflói eru hlutar af sömu lágsléttu sem er aðallega tilkomin vegna þess að landið sígur smám saman í hafið eftir því sem það fjarlægist heita reitinn — 2 cm á ári til vesturs en sama sem ekkert til austurs. Einnig á rof af völdum ísaldarjökla og öldugangs sinn þátt í myndun þessarar lágsléttu se...

Nánar

Af hverju er sólin gul?

Í svari JGÞ við spurningunni: Hvers vegna er sólin gul og grasið grænt? kemur fram að sólarljósið sé í raun hvítt ljós sem er blanda af öllum litum. Í svari SHB við spurningunni: Af hverju er sólin gul og skínandi? segir þetta: Þegar sólin skín sendir hún ljósgeisla sína til okkar gegnum lofthjúp jarðar. Gastegun...

Nánar

Hvernig verður gler til?

Til að búa til glært gler á einfaldasta formi þarf að blanda saman við hátt hitastig, sandi og efnum sem innihalda frumeindirnar kalsín og natrín auk súrefnis og kolefnis. Þegar efnin eru hituð blandast þau saman á fljótandi formi og koltvíildi rýkur burt. Síðan er blandan snöggkæld og við það ná frumeindirnar ...

Nánar

Hvaðan kom hugtakið Ólympsfjall?

Ólympsfjall er hæsta fjall Grikklands, 2917 metra hátt. Það er í Þessalíu og og frá fornu fari hefur það verið talið heimkynni grískra guða. Sennilega veit enginn hver nefndi fjallið fyrstur en í kvæðum gríska skáldsins Hómers sem talinn er hafa verið uppi á 8. öld fyrir Krist segir að á toppi fjallsins sé all...

Nánar

Er einhver munur á því að vera skrítinn eða skrýtinn?

Ástæða þess að orðin skrýtinn og skrítinn sjást rituð á tvennan hátt er sú að óvíst er hvert stofnsérhljóðið er. Sumir vilja tengja skrýtinn norska orðinu skryten 'magur, beinaber, klunnalegur, ljótur' og sænska orðinu skryten 'magur' og telja að þau bendi til ý í stofni. Aðrir telja merkingu norsku og sænsku orða...

Nánar

Hvort er meira af gulu litarefni eða rauðu í sólinni?

Það er ekkert litarefni af nokkru tagi í sólinni. Eins og Ari Ólafsson bendir á í svari við spurningunni Af hverju er himinninn blár? sendir sólin frá sér hvítt ljós sem hlutirnir hér á jörðinni, þar með talinn lofthjúpurinn, endurvarpa á mismunandi hátt þannig að við sjáum ólíka liti. Svona útskýrir Ari mismu...

Nánar

Fleiri niðurstöður